Færsluflokkur: Bloggar

Símamótið 17-20.júlí

Sæl

við förum á Símamótið dagana 17-20.júlí. Mótið fer fram við Fífuna í Kópavogi.

þetta er stærsta og skemmtilegasta mót ársins og er dagskrá frá morgni til kvölds. Kostnaður fyrir mótið er 7.000. kr á mann. En það er ýmislegt innifalið.

ég bið ykkur um að skrá leikmenn í athugasemdir að neðan, auk þess þarf ég að fá liðstjóra fyrir hvert lið (3 lið). Sem fylgir liðunum hvern dag, gott væri ef foreldrar gætu tekið einn dag á mann. En það munu koma frekari upplýsingar um það þegar skráningu er lokið og hægt verður að raða í lið.

Ath ég set inn sér færslu um liðstjóra þegar skráningu lýkur eftir um viku, eða 4.júlí. 

P.s. Allar nánari upplýsingar eru á www.simamotid.is

kveðja

þjálfarar. 


Sumaræfingar og hnátumót KSÍ

Góðan dag

Nú eru hafnar sumaræfingar hjá okkur og æfum við 4x í viku. Æfingar hefjast kl 13:00 og lýkur 14:00.

Við æfum á mánud, þriðjud, fimmtud og föstudögum.

ath að á þriðjudögum þá eiga stúlkur á eldra ári (fæddar 2004) aðæfa með 5.flokk kl 15:00.

 

Hnátumót KSÍ fer fram miðvikudaginn 25.júní á Smárahvammsvelli frá kl 14:00 til 19:00. Við erum skráð með 3 lið á þetta mót og er það að kostnaðarlausu. Skráning hefst í næstu viku. 


Símamót skráning

Góðan dag

Allar upplýsingar um mótið má finna á http://www.simamotid.is/

Mig langar að biðja alla leikmenn um að skrá sig og svo verður foreldrafundur þegar næsr dregur.

 Símamótið er frábært mót í alla staði og einn af hápunktunum í kvennaknattspyrnu ár hvert. Þessu móti ætti enginn að missa af.

 

vinsamlegast skráið ykkur hér að neðan 


Stjörnumót TM - Liðskipan

Góðan dag

Hér að neðan er liðskipting fyrir Stjörnumót TM.

 

KR1KR2KR3
Mæting 08:45Mæting 09:00Mæting 12:00
   
HildurAnna FríðaMarín
KlaraFanneyIngibjörg
KristrúnHera DísHildur Jara
LiljaHuldaKristín Dóra
ÓlöfJóhannaPerla
RakelKolkaÞórdís Á
ValgerðurRagnheiður ValaSigríður M.
 Rakel ValaSóley
   
Búið 12:30Búið 13:00Búið 15:00

 

ATH ef einhver er að gleymast þá má endilega senda mér e-mail á bjb19@hi.is

Ég verð með búninga fyrir þær sem vantar.

 

Að lokum þá minni ég á KR daginn 3.maí frá 11:00 - 13:00. Þar fá allir iðkendur fá gefins KR peysur, pylsur og geta látið setja nýju auglýsinguna á búningana að kostnaðarlausu.


Subwaymót Fram 12.apríl - skráning

Laugardaginn 12.apríl tekur flokkurinn þátt í Subwaymóti Fram sem fer fram í Egilshöll. Það er ekki komin nákvæm tímasetning á leiki né leikjafjölda. Þær upplýsingar verða sendar út um leið og þær berast. Kostnaður við mótið er 2.000 kr.

Mótið byrjar kl 14:30 og lýkur 17:30. 

til þess að taka þátt í mótinu þarf að skrá sig í athugasemdir hér að neðan, stefnt er á að fara með 3 lið.

ALLAR AÐ SKRÁ SIG.

Kveðja þjálfarar

p.s næstu mót verða fyrstu helgina í maí á Stjörnuvelli og svo næst síðustu helgina í maí í Laugardalnum. 


Pæjumót TM og Foreldrafundur

Góðan dag.

Nú eru allra síðustu forvöð til að skrá stúlkurnar til leiks í mótið, ég þarf að skila endanlegum leikmanna fjölda á fimmtudaginn.

Leikjadrög ættu að berast á fimmtudag/föstudag og í kjölfarið mun ég senda út liðskipan svo hver og einn geti séð hvenær hver er að spila.

 

Þriðjudaginn 18.febrúar verður foreldrafundur í KR heimili þar sem farið verður yfir hvaða mót koma til greina að spila á í sumar og einngi verður farið yfir fatakaup sem standa flokknum til boða.

 

með kveðju

Þjálfarar


Jólamót Kjörís í Hveragerði

Góðan dag

Jólamót Kjörís í Hveragerði verður haldið sunnudaginn 15.desember í uppblásnu Hamarshöllinni.

Þátttökugjald er 2.000 kr á mann og innifalið er verðlaunapeningur, pizza og ís.
prúðasta liðið fær afhendann bikar að móti loknu.

Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku í athugasemdir hér að neðan fyrir 2.des

 

með kveðju

Þjálfarar


Fimmtudagsæfing 14.nóv fellur niður vegna veðurs

Góðan dag

þar sem veðurspá dagsins er ekki góð þá fellur æfing dagsins niður.

Sunnudagurinn lítur heldur ekki vel út en við tökum ákvörðun um hann þegar nær dregur.

www.vedur.is 

Gengur í sunnan 13-20 m/s með slyddu, en síðan talsverðri rigningu. Hiti 2 til 7 stig. Suðvestan 8-13 og skúrir í kvöld, en él á morgun og kólnar.
Spá gerð: 14.11.2013 09:50. Gildir til: 15.11.2013 18:00.


Vetrafrí - engar æfingar 20&21.okt

Góðan dag.Okkur langar að byrja á því að þakka fyrir frábæra þátttöku í foreldraboltanum síðastliðinn sunnudag. Það var gaman að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í fótboltanum með okkur. Nýskipað foreldraráð á hrós skilið fyrir gott framtak og eru þau strax byrjuð að skipuleggja næsta viðburð sem haldinn verður fyrsta sunnudag nóvember mánaðar.Mig langar að fara aðeins yfir tvennt sem rætt var á foreldrafundinum.Rætt um að fara á a.m.k. eitt mót á hverri árstíð s.s. vetrarmót, vormót, sumarmót og haustmót. Einnig virðist vera vilji fyrir að fara á tvö stærstu mót sumarsins, Símamótið í Kópavogi ca. 20 júlí og Pæjumótið á Siglufirði ca 8-10 ágúst. Auk þessara móta þá viljum við reyna að spila einn æfingaleik í mánuði.Þátttaka foreldra er mjög mikilvæg leikmönnum í íþróttum, sérstaklega á þessum aldri. Því er það okkur þjálfurunum mjög mikilvægt að fá fjölmennt og öflugt foreldraráð sem er tilbúið að aðstoða okkur. Hugmyndin er að hafa einhvers konar viðburð reglulega, helst einu sinni í mánuði. Viðburðirnir þurfa ekki að vera stórir í sniðum til þess að vera skemmtilegir og skila tilætluðum árangri. Nú þegar eru komnir 5 foreldrar í ráðið og þar af fjórir foreldrar stúlkna af yngra ári (2005). Því væri gott að fá fleiri foreldra stúlkna af eldra ári (2004). Áhugasamir mega endilega senda mér tölvupóst.Að lokum vil ég vekja athygli á því að við förum í vetrafrí samhliða grunnskólunum og verða því engar æfingar sunnudaginn 20.okt og mánudaginn 21.okt.  Með kveðju þjálfarar

Foreldrabolti og pizzaveisla hjá 6. Flokki kvenna KR

Foreldrabolti og pizzaveisla hjá 6. Flokki kvenna KR 

Sunnudaginn 13.október ætlum við að skemmta okkur saman og langar okkur, og stelpunum, að bjóða foreldrum og  ættingjum, að spila með okkur fótbolta. Við skiptum í nokkur lið sem verða blönduð af leikmönnum og skyldmönnum. Með góðri þátttöku þá getur þetta orðið virkilega skemmtilegtog stelpunum finnst ótrúlega gaman að spila með sínum ættingjum. 

Eftir æfinguna munum við borða saman pizzu inn í félagsheimili KR. Til að standa straum af kostnaði við pizzur þá mun kosta 1000kr/fjölskyldu eða 500kr/fullorðinn. Ef einhvern ágóði verður af sölunni þá munum við nýta það í næsta félagsstarf fyrir stelpurnar okkar.

Okkur langar að reyna að hafa reglulega eitthað skemmtilegt fyrir þær að gera saman utan fótboltaæfinga (t.d. sund, videokvöld, ratleiki, grillveislur)Við höfum sett upp facebook hóp fyrir foreldrana í flokknum til að vera í sambandi og deila myndum af mótum og þess háttar.  Endilega bætið ykkur í hópinn.https://www.facebook.com/groups/239480582868101/ 

Hlökkum til samstarfs í fótboltanum í vetur. Kveðja þjálfarar og foreldraráð.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband