Færsluflokkur: Bloggar
Foreldrafundur
8.10.2013 | 17:18
Góðan dag
Við minnum á foreldrafundinn sem haldinn verður miðvikudaginn 9.okt kl 20:00 í félagsheimili KR. Það er mjög mikilvægt að það komi fulltrúi frá öllum leikmönnum. Meðal þess sem fram fer á fundinum er kynning á þjálfurum, hvaða mót skal taka þátt í, áherslur í þjálfuninni og hvernig við getum elft starfið í kvennaknattspyrnunni.
við vonumst til þess að sjá sem flesta.
með kveðju þjálfarar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppskeruhátíð yngri flokka KR
1.10.2013 | 17:13
Miðvikudaginn 2.október verður haldin lítil uppskeruhátíð hjá yngri flokkum kvenna hjá KR.
Hátíðin mun hefjast klukkan 17:00 og standa til 18:00.
Við hvetjum allar stelpur til þess að mæta, hvort sem þær eru nýir iðkendur eða æfðu í fyrra.
Einnig minnum við á foreldrafundinn 9.október kl 20:00
kveðja þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mànudagsæfing 16.september fellur niður
15.9.2013 | 15:09
Góðan dag
mánudagsæfingin 16. September fellur niður vegna leiks í úrslitakeppni á gervigrasvellinum.
þannig að næsta æfing er fimmtudaginn 19.september kl 16:00
vinsamlegast látið þessi skilaboð berast.
kveðja
Björn&Höskuldur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágætis byrjun
9.9.2013 | 20:49
Góðan dag
Nú er vika af nýju knattspyrnutímabili liðin og hafa æfingar farið vel af stað.
Á æfingar hafa ávallt mætt yfir 15 stúlkur og hafa mætt 29 stúlkur þegar mest hefur verið, sem er mjög jákvæð þróun og hefur glatt okkur þjálfarana.
Margar stelpur eru að stíga sín fyrstu skref í knattspyrnu og hafa þær stúlkur sem lengur hafa æft tekið þeim opnum örmum.
Að lokum viljum við þó minna á að mæta stundvíslega og vera klæddar eftir veðri.
p.s. foreldrafundur verður haldinn í byrjun október og er mikilvægt að fulltrúi frá öllum iðkendum mæti.
með kveðju
Björn&Höskuldur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingatímar fyrir veturinn
4.9.2013 | 13:39
Góðan dag
Smávægilegar breytingar hafa orðið á æfingatöflunni. En við munum framvegis æfa á fimmtudögum í stað miðvikudaga. Þannig að framvegis lítur æfingartaflan svona út
Dagur | staður | tími |
Sunnudagur | Gervigrasvöllur KR | 11:00 - 12:00 |
Mánudagur | Gervigrasvöllur KR | 16:00 - 17:00 |
Fimmtudagur | Gervigrasvöllur KR | 16:00 - 17:00 |
Þar sem við munum eingöngu æfa utandyra í vetur viljum við ítreka mikilvægi þess að klæða sig eftir veðri.
Þjálfarar
Björn Björnsson
869-6602
Höskuldur Eiríksson
695-2132
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)